Endurkröfuvefur

Ef það kemur færsla á kortið þitt sem þú telur af einhverjum ástæðum ekki eiga rétt á sér getur þú mögulega átt rétt á endurkröfu samkvæmt endurkröfureglum kortasamtaka.

Ef þú áttir enga aðild að færslunni getur þú látið reyna á endurkröfu. Í slíkum tilvikum þarf að loka kortinu varanlega.

Ef þú hefur athugasemd við færslu sem þú tókst þátt í þarft þú fyrst að snúa þér til söluaðila til að fá leiðréttingu. Ef þér tekst ekki að leysa málið með söluaðila getur þú mögulega átt rétt á endurkröfu samkvæmt endurkröfureglum kortasamtaka.

Til þess að láta reyna á endurkröfu þarft þú að:

  1. Skrá þig inn með rafrænum skilríkjum
  2. Velja færslu sem þú vilt gera athugasemd við og rökstyðja endurkröfubeiðnina
  3. Setja inn viðeigandi gögn sem spurt verður um í ferlinu
  4. Staðfesta innsendingu
Það er mikilvægt að þú vandir allar upplýsingar og gögn. Þau geta ráðið úrslitum um niðurstöðu máls og hversu hratt endurkröfuferlið gengur. Mjög mikilvægt er að allar tiltækar upplýsingar og gögn komi strax fram.

Hafir þú einhverjar spurningar um endurkröfuferlið skaltu hafa samband við þjónustufulltrúa bankans.